Í sumar dvaldi ég í rúman mánuð á Vopnafirði. Viðhorfin þar voru mörg gjörólík mínum. Það sem sló mig sérstaklega var hvernig strákar komu fram við stelpur. Sumar fengu bókstaflega að heyra að þær væru ekki jafn góðar og þeir. Þeir fengu að tala hvernig sem þeir vildu við þær og enginn hreyfði við mótbárum. Frá barnsaldri lærum við að konur skipti ekki eins miklu máli og karlar;  gott dæmi eru bíómyndir. Hvað segir það börnum og ungu fólki? Myndbandið frá MS og plakatið frá FG gerði mig virkilega sorgmædda. Þetta er ekkert annað en kvenfyrirlitning sem ég tel að samfélagið hafi troðið inn í hausinn á fólki. Myndbandið frá MS er sérstaklega athugunarvert, niðurlæging og kvenfyrirlitning skein í gegn og krökkunum fannst það bara allt í lagi? Ég held að þetta sé að miklu leyti komið frá klámiðnaðinum sem umkringir okkur öll og hlutgervingu kvenna.
Það truflar mig að þessu sé ekki veitt meiri athygli. Þessi endalausi launamunur. Konur bjóða sig ekki nærri því jafn oft fram til Alþingis og karlar. Þær eru ekki eins áberandi í fjölmiðlum. Þegar ég kynntist feminstfrequency fyrir sirka mánuði síðan fór ég að verða meira og meira var við það hversu blákaldar staðreyndirnar eru. Feminist Frequency fjallar um allt þetta og ég hvet hvern sem vill fræðast og verða gagnrýnið á samfélagið að kynna sér hana. Ég er ekki alltaf sammála henni en það eru virkilega góðir punktar þarna inn á milli.
Auðvitað mótar það sem við sjáum hvernig við hugsum. Það þarf ekkert að segja það tvisvar. Líkamsímynd er mjög gott dæmi. Það er eitthvað sem bæði drengir og stúlkur pæla í.
Jafnrétti hefur ekki náðst. Við þurfum femínisma. Við þurfum að hætta að kenna börnunum okkar að segja budda í staðinn fyrir píka af því við erum hrædd við þetta orð. Þetta er bara orð. Það finnst engum nema gelgjum óþægilegt að segja typpi. Af hverju er þá óþægilegt að segja píka? Við komum öll útúr píkum. Wake up and smell the coffee. Það er fokking 2012.

Auglýsingar